er mjög sjaldgæf á
Íslandi, aðeins fundin á örfáum stöðum. Hún líkist nokkuð
snepaskán sem
er mjög algeng. Hún myndar hvíta skán yfir grónu landi, mosa og sinu
og er alsett snepum sem eru mun gildari og grófari en á snepaskán.
Askhirzlur hef ég ekki séð hér á landi, en þær myndast á enda
snepanna, eru litlar um sig (0,5 mm) en breiða ekki úr sér eins og á
snepaskáninni. Askgróin eru stór, aðeins eitt í hverjum aski.
Kylfuskán uppi á brúnum
Moshóls við Mælifellshnjúk í Skagafirði, þann 22. júní 2009.
Hér er kylfuskánin í návígi, og þá sjást
sneparnir, sem eru einkennandi fyrir hana, betur.