Jarðhreistrur skarlatbikars
eru smáar eða miðlungsstórar, gulgrænar eða grænar á efra borði en
hvítar neðan, dekkri gular eða gulbrúnar við fótinn. Þalgreinar vaxa
upp af jarðhreistrunum og hafa bikar á endanum, þær eru venjulega
1-2 sm á hæð, ógreindar, gulgrænar eða grágrænar, bikarinn er 3-12
mm á breidd, reglulegur, lokaður í botninn, yfirborðið oftast slétt
eða smávörtótt eða lítið eitt hreistrað neðan til, kornkenndur eða
með 0,1-0,5 mm þalflögum innan, sem stundum flagna af svo bikarinn
verður nakinn ofan til. Askhirzlur myndast á bikarbörmunum,
skærrauðar á litinn, 1-4 mm í þvermál, stundum á stuttum stilkum, en
oft í þéttum klösum. Pyttlur eru einnig á bikarbörmunum, í fyrstu
brúnar en verða síðan rauðar. Askar eru með átta gróum, gróin 8-12 x
2-3 míkron, glær, einhólfa, oft örlítið breiðari í annan endann,
stundum lítið eitt bogin.
Þalsvörun:
K- nema gulu svæðin neðst á jarðhreistrunum sem eru K+ vínrauð, C-,
KC+ gul, P-.
Innihald:
Usninsýra og barbatinsýra, gula litarefnið rhodophyscin neðst á
jarðhreistrunum.
Skarlatbikar án askhirzlna í Drangavík á Ströndum árið 1984.
Skarlatbikar með rauðum askhirzlum í Egilsstaðaskógi 29. júní 2010.
Skarlatbikar í Skaftafelli 1990.