er nokkuð algengur
um allt land, einkum þó til fjalla og á hálendinu, sjaldgæfur á
láglendi sunnanlands. Hann vex jafnan uppi á stórum steinum eða utan
í klettum. Hann er dökkur bæði á efra og neðra borði. Fjallanaflinn
er náskyldur hrossanafla, sem hins vegar er oft stærri, og þekkist á
því að vera ljós á neðra borði nema umhverfis naflann þar sem hann
er svartur.
Fjallanafli á Stað í
Reykhólasveit 22. ágúst 1992.
Fjallanafli á stórum steini uppi á
Laxárdalsheiði í Dalasýslu 9. júlí 2013.