Þal grábleðlunnar er 2-5 sm í þvermál, bleðlótt, randbleðlar 0,5-1 mm á breidd eða meira, kúptir, gráir að ofan en bleikleitir að neðan, án rætlinga. Pyttlur eru algengar og mynda svarta díla ofan á gráu þalinu. Askhirzlur eru svartar, 1-3 mm í þvermál, með þykkri, grárri þalrönd, þær stærstu oft með innskorinni þalrönd. Gróin eru átta í hverjum aski, glær, einhólfa, egglaga eða sporöskjulaga, 11-14 x 7-9 µm. Askþekja dökk brún, askbeður glær, 55-70 µm þykkur, undirþekja glær. Grábleðlan vex einkum á sléttum klöppum meðfram ám og við fossa og flúðir. Hún virðist vera einna algengust á Norður- og Austurland, en hefur einnig fundizt suðvestanlands.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P
Innihald: