Þal flákagrottunnar myndar litla, afmarkaða fláka af hrúðurkenndu
þali með aðeins laufkennda, flata jaðra. Þalið er ljós grátt eða
hvítleitt með ofurlítið bleikleitum blæ. Askhirzlur eru sjaldgæfar,
hafa ekki sést á Íslandi. Flákagrottan er að líkindum sjaldgæf á
Íslandi, hefur aðeins fundizt á tveim stöðum, á Skeiðarársandi og í
Búðahrauni. Þalsvörun: K-, C+ rauð, KC-, P-. Innihald: Gyrophorinsýra.
Myndin er flákagrottu er tekin á plöntusafninu í Kaupmannahöfn af
sýni frá Íslandi.