Þal fleiðruskræpunnar er hrúðurkennt,
gráleitt eða hvítflikrótt á litinn, reitskipt. Þalreitir eru hvítir
eða ljósgráir, flatir, 0,5-1 mm að stærð, stakir eða allmargir þétt
saman í óreglulegum þyrpingum, stór svæði á miilli með gráu eða
svörtu forþali. Þalreitirnir hafa kringlóttar, dökk gráar eða nær
svartar hraufur í miðjunni, sem eru um 0,2-0,3 (0,5) mm í þvermál.
Allbreiður kragi af svörtu forþali er oft
áberandi við jaðarinn. Oftast án askhirzlna, ef til staðar eru þær
niðurgrafnar í þalið, 0,5-1 mm í þvermál, dökk brúnar. Gróin
breið-sporöskjulaga, glær, að hluta ófullgerð eða óþroskuð, færri en
átta, 12-22 x 9-12 μm að stærð. Askþekja brún,
botnþekja glær.
Þalsvörun:
Miðlag J+ blátt, K+ gult → rautt, C-, KC-, P + gulrauð.
Innihald: