Þal mosaglompunnar er hrúðurkennt, rjómahvítt á litinn, reitskipt-vörtótt. Askhirslurnar, sem myndast í miðju þalreitanna, eru í fyrstu krukkulaga niðurgrafnar, svartar, með gráhrímuðu yfirborði, en fletjast síðan út þegar þær stækka. Þær hafa uppbretta, hvíta þalrönd. Askgróin eru dökkbrún, marghólfa múrskipt, dökkbrún.
Mosaglompan vex á jarðvegi yfir klettum, eða á klettunum sjálfum. Hún er sjaldgæf á Íslandi, aðeins fundin á örfáum stöðum.