vex á klettum eða hraungrýti, hefur
gulgrænleitt, hrúðurkennt þal með rauðum askhirzlum. Þalið er
allþykkt, rjómahvítt, gulhvítt eða gulgrænt á litinn,
reitskipt-vörtótt, reitir um 0,5-2 mm að stærð, kúptir, með mattri
eða lítið eitt gljáandi áferð. Askhirzlurnar eru disklaga, flatar í
fyrstu, síðar nokkuð kúptar, 1-4 mm í þvermál, dökkrauðar á litinn,
með þykkri, gljáandi eiginrönd og þunnri, hvítri þalrönd utan með.
Gróin eru átta í aski, 4-7 hólfa, aflöng, 40-60 x 3-5 μm, breið í
annan endann en mynda mjóan hala í hinn, oftast lítið eitt bogin eða
snúin. Askþekjan er dökkrauð eða rauðbrún, askbeður rauðleitur,
55-70 μm á þykkt, botnþekja glær. Hraunglyrna er fremur sjaldgæf
tegund, finnst aðeins dreift um norðanvert landið frá Borgarfirði
eystra vestur á Snæfellsnes. Algengust er hún í Laxárhraunum frá
Mývatnssveit niður í Aðaldal. Hún vex á basalti, einkum hraungrýti.
Þalsvörun: K+gul, C-,
KC+ gul, P+gul eða laxagul.
Innihald:
Thamnolinsýra, usninsýra, divaricatinsýra.
Hraunglyrna á basalti í Lágadal við Ísafjarðardjúp 15. júlí 2008.
Nærmynd af hraunglyrnu með rauðar askhirzlur á Kálfastrandarstrípum við Mývatn 30. apríl 2006.
Askhirzlur hraunglyrnu á sýni frá Lýsuskarði á Snæfellsnesi safnað þar 30. maí 1982. Myndin tekin á Náttúrufræðistofnun, Akureyri í marz 2013.