er rjómahvít skóf
sem vex á klettum. Hún er oft stór, getur orðið 15 sm í
þvermál eða meira. Hún er fremur slétt á yfirborði,
snepalaus, en hefur oft nokkuð áberandi bólur eða vörtur, og á þeim
þekkist hún bezt frá kóralskáninni sem líkist henni nokkuð.
Askhirzlur eru afar sjaldséðar. Mjólkurskánin er algeng þar
sem loftslag er vel hafrænt, eins og á Suður- og Vesturlandi og
eftir Austfjörðum allt norður á Langanes, en vantar að mestu á
Norðurlandi. Þessi tegund hefur nokkuð verið að flakka milli
ættkvíslanna Ochrolechia og Pertusaria, og því ýmist verið nefnd
mjólkurskilma eða mjólkurskán, þar til hún var sett inn í nýja
ættkvísl, Varicellaria.