Þal fjallaþekjunnar er hrúðurkennt,
gulhvítt, gulgrátt eða grængrátt, vaxkennt, reitskipt, breytir ekki
lit með aldri. Reitirnir eru flatir ofan eða íhvolfir, 0,5-1,5 mm á
stærð, tengdir saman af breiðu belti af svörtu forþali. Stundum
þekur forþalið mestan hluta fléttunnar, og þalreitirnir verða eins
og ljósar eyjar í fínlega reitskiptu, svörtu forþalinu. Askhirzlur
eru oft fáar og ekki mjög áberandi, kolsvartar og gljáandi, stundum
nokkuð óreglulegar í lögun, en geta orðið stórar (1-2 mm) og stundum
kúptar, myndast oft á jaðri eins eða fleiri þalreita, eða bara beint
upp af forþalinu. Gróin eru átta í aski, glær, sporöskjulaga,
einhólfa, 8-13 x 4-6 μm. Askþekja dökk blágræn, undirþekja glær eða
ljósbrúnleit, einkum í eldri askhirzlum. Fjallaþekja er algeng á
Mið-hálendinu og til fjalla á norðanverðu landinu frá Austfjörðum
til Vestfjarða.
Þalsvörun: K- eða K+
gul, C-, KC- eða KC+ gul, P-.
Innihald: