Þalið er
hvítt, oft allþykkt, samfellt og reitskipt, þalreitir 0,3-0,8 mm,
flatir eða kúptir, ljósbrúnleitir á samskeytum, losna stundum af.
Askhirzlur kúptar og randlausar frá byrjun, þær yngstu rauðgular,
þær eldri gulbrúnar eða karríbrúnar á litinn, oft með dekkri jaðri,
0,5-1,5 mm í þvermál, þær stærstu skertar á röndunum, mynda stundum
samgróninga. Gróin eru átta í aski, glær, breiðegglaga-sporbaugótt,
einhólfa, 7-11 x 5-6.5 μm. Askþekja gulbrún-brún, K+ rauð, askbeður
ljósgulbrúnn efst en glær eða bleikleitur neðar, undirþekja
rauðbrún. Klappadumla vex á klettum einkum þar sem raki er, eða við
vatnsfarvegi. Hún er oftast á móbergi en einnig á hreinu blágrýti.
Hún hefur fundizt dreift um allt landið nema á Vestfjörðum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-. Askhirzlur K+ rauðar.