vex á mosum yfir blágrýti, einkum á
holtasóta, Andreaea rupestris. Hún hefur fínvörtótt, hrúðurkennt,
reitskipt þal, ljós grábrúnt eða hvítleitt á litinn og myndar
smáþyrpingar af litlum (0,5-1 mm), svörtum askhirslum sem í fyrstu
hafa gráleita þalrönd utan með, en verða síðar kúptar og barmlausar
með aldrinum. Askgróin eru sporöskjulaga, dökk brún og
tvíhólfa. Hún virðist kunna best við sig í hafræna loftslaginu á
Vestur- og Suðurlandi og norður með Austfjörðum.
Grárandardoppa frá Eyvafenskrók við Þjórsá 1996.
Askgró grárandardoppu eru brún, tvíhólfa eins og í flestum öðrum
doppum.