Mosaskilma
Ochrolechia androgyna
myndar hvítt eða gráhvítt, hrúðurkennt, nokkuð þykkt þal yfir mosa
eða trjáberki. Venjulega án askhirzlna, en áberandi eru kringlóttar,
oft nokkuð kúptar, hvítar hraufur á yfirborði fléttunnar.
Þalsvörun:
K- C+ rauð, KC+
rauð,
P-.
Innihald:
Gyrophorinsýra,
stundum einnig
lecanorinsýra.