Þal bláslyðrunnar er
hrúðurkennt, 2-6 cm í þvermál, smábleðlótt við jaðarinn en reitskipt
innar, þar oft alsett uppréttum, ólífulitum, bleðlum eða
sívölum snepum. Forþalið er áberandi, blágrænt eða
svart og teygir sig út undan randbleðlunum, sem eru 0,05-0,1 mm
breiðir, sívalir eða lítið eitt útflattir, allt að 0,5 mm langir,
gráleitir, oft með ólívugrænum blæ. Askhirzlur eru svartar, 0,4-1,2
mm í þvermál, í fyrstu íhvolfar með fremur þykkri eiginrönd, en
verða síðar kúptar. Askar með átta gróum, þroskuð gró fjórhólfa,
aflöng, glær, 14,5-20 x 5-6 míkron. Askþekja purpurasvört eða
blágræn, askbeður glær, undirþekja purpurabrún eða rauðbrún.
Bláslyðran vex á basalti þar
sem nægur raki er. Hún er fremur sjaldgæf, algengust um sunnanvert
landið og sunnan til á hálendinu.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.