Þalið er gert af smáum (0,3-1 mm)
gulgrænum eða stundum nær hvítum, kúptum þalflögum sem eru dreifðar
um svörðinn, eða mynda slitrótt, reitskipt þal. Askhirzlur eru
svartar, skífulaga, 0,3-0,8 mm í þvermál, flatar eða lítið eitt
íhvolfar, sitja á jarðveginum á milli þalflaganna og við jaðar
þeirra. Gróin eru sex til átta í aski, 15-22 x 3-4 µm að stærð,
glær, 4-6 hólfa, spólulaga eða langoddbaugótt, mjókka til beggja
enda. Askþekja gulgræn, grænbrún eða nær svört, asklagið glært eða
grænleitt, 75-95 µm þykkt, botnþekja og hliðarþekja brúnsvört.
Mæruskjóma vex oftast á þali af flagmæru eða á snögggrónum eða berum
jarðvegi. Hún er fremur sjaldgæf, finnst einkum inn til landsins eða
á Miðhálendinu.
Þalsvörun: K-, C-,
KC-, P-.
Innihald: Rhizocarpinsýra.
Mæruskjóma úr Vesturdal í Skagafirði 23. maí 1967. Myndin er tekin á Náttúrufræðistofnun 2013.
Askgró mæruskjómu