Tíguldofra
Schaereria fuscocinerea
er hrúðurkennd flétta með áberandi reitskipt
,
grátt eða grábrúnt þal með smáum, svörtum askhirzlum. Á jöðrum
hennar má oft greina svart forþal. Askgróin eru einhólfa,
glær. Tíguldofran vex á basalti, oft á móti sól innan um
landfræðiskóf, og er nokkuð algeng.