Þal strandmóru er blaðkennt,
bleðlar 0,3-1,5 mm breiðir. Efra borð er ljósbrúnt eða brúnt, slétt
en matt, hraufur með dökkbrúnum hraufukornum myndast meðfram
uppbrettum jaðrinum, innar eru kringlóttar eða aflangar hraufur, sem
geta runnið saman og orðið samfelldar í miðju. Neðra borð er svart,
með rætlingum. Askhirzlur eru fremur fáséðar, dökk brúnar með
ljósbrúnni þalrönd, allt að 1,5 mm í þvermál. Askar eru með átta
gróum, gróin tvíhólfa, brún, 18-26 x 7-11 míkron að stærð.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.