Þalið er hrúðurkennt, 2-4 sm í
þvermál, með flötum, aðlægum randbleðlum sem vaxa þétt að steininum.
Efra borð slétt, ólívugrænt til blágrátt, í miðju reitskipt og
hreistrað af smábleðlum, sem stundum lengjast og verða tungulaga.
Askhirzlur hafa ekki sést hér á landi.
Flatslyðran vex á sléttum
klöppum, einkum meðfram lækjum og ám eða við strendur stöðuvatna,
oft þar sem vatn flýtur tímabundið yfir, eða í sitrufarvegum á
klöppum. Hún er sjaldséð, fundin á nokkrum stöðum nokkuð dreift um
norðanvert landið.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur
þekktar.