Jarðhreistrur mélubikarsins
eru smáar, 2-3 mm á lengd, grágrænar ofan en hvítar neðan.
Þalgreinar eru 1,5-2,5 sm á hæð og 1-2,5 mm breiðar að neðan,
bikarar 2-5 mm í þvermál, grágrænir eða hvítleitir, barkklæddir
aðeins neðst eða upp undir miðju, efri hlutinn og bikarinn að innan
eru þaktir fíngerðum hraufukornum. Askhirzlur ekki séðar á hérlendum
sýnum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P+ gulrauð.
Innihald:
Fumarprotocetrarsýra.