Jarðhreistrur tannbikarsins
eru smágerðar, 0,5-2 mm breiðar og 2-5 mm langar, skertar með
fíntenntum jaðri, grænar eða gulgrænar ofan en hvítleitar neðan,
miðlagið gulbrúnt neðst við fót hreistranna. Þalgreinar mynda bikar
sem eru alsettir fíngerðum hraufukornum, bikarinn myndar oft greinar
út frá börmunum sem stundum mynda nýja bikar, heildarlengd þalgreina
10-35 mm, einstakir bikarar 8-20 mm háir og 3-10 mm í þvermál, oft
lítið eitt hreistraðir í miðju og neðan til. Barmarnir eru oft
reglulega tenntir með óþroskuðum, brúnum pyttlum. Askhirzlur eru
ekki þroskaðar á þeim sýnum sem þekkt eru. Tannbikar er nokkuð
algengur um norðanverða Vestfirði, annars aðeins á fáeinum stöðum á
miðju Norðurlandi. Hann vex á grónum jarðvegi í mólendi.
Þalsvörun:
K-, aðeins gula svæðið á miðlagi jarðhreistranna er K+ fjólublátt;
C-, KC+ gul, P-.
Innihald:
Usninsýra, Zeorin, rhodophyscin í gulu blettunum við fót
jarðhreistranna.