Þal glóðarskófarinnar er
fremur stórt, oft 5-15 sm í þvermál eða meira. Þalbleðlar eru 1-2,5
sm breiðir, jaðarinn sléttur eða uppbrettur. Efra borðið er grágrænt
eða grábrúnt í þurrki, ólífugrænt í vætu, nokkuð slétt, stundum með
sprungum. Neðra borð er með skærum laxagulum lit, með dökk brúnum
æðum og brúnum rætlingum. Askhirzlurnar nema við efra borð þalsins,
ekki niðurgrafnar, flatar eða örlítið kúptar, 6-8 mm í þvermál, dökk
brúnar. Askarnir eru með 6-8 tvíhólfa, brúnum askgróum, sem eru
35-45 míkrón á lengd. Engar hnyðlur eru sýnilegar utan frá, en
þörungalagið er venjulega tvöfalt, með bláþörungalag undir
grænþörungalaginu.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Solorinsýra og neosolorinsýra.
Glóðargrýta í Oddsskarði 7. ágúst 1993
Glóðargrýta með askhirzlum. Myndin er tekin á Siglufirði í tungunni milli Selár og Blekkilsár 9. júní 2013.