Þalið hrúðurkennt, vörtótt – reitskipt, reitir og þalvörtur 0,2-0,4 mm hvítleit, stundum gráleitt forþal milli reita. Askhirzlur margar, disklaga, 0,3-0,8 mm í þvermál, í fyrstu flatar, síðar kúptar, dökk rauðgular eða ryðrauðar ofan, rendur ýmist ljósari gular eða þá dekkri og gráar eða grásvartar. Stundum sitja askhirzlurnar mjög þétt, og mótast þá hver af annarri og verða hyrndar. Askgró átta í hverjum aski, gróin 12-16 x 6-7 μm, glær, oddbaugótt eða egglaga, tvíhólfa með þykkum millivegg. Birkimerlan vex á trjáberki. Hér á landi aðeins fundin á birki á einum stað, í Botnsskógi í Dýrafirði.