Þalgreinar fjallbreyskjunnar eru 2-4 sm
langar, 1-2,5 mm þykkar, trékenndar, oft dökk brúnar neðst en ljós
brúnar ofar, oft með örstuttri loðnu ofan til. Þalvörtur gerðar af
fjölmörgum, litlum, hnöttóttum kornum sem eru um 0,2 mm í þvermál
eða minni, mynda þyrpingar á greinendum af blómkálslíkri gerð, sem
leysast stundum upp í hraufukorn. Margar hnyðlur sem líkjast
bláleitum kornum eru á hliðum þalgreinanna, ýmist stakar eða mynda
stóra, brúna klasa margar saman. Hnyðlurnar innihalda Nostoc-keðjur.
Askhirzlur eru sjaldséðar, dökk brúnar, 1-3 mm í þvermál. Askarnir
eru með átta gróum, gróin eru glær, oft fjórfruma, 22-27 x 3,5-4,5
μm að stærð, en sum að jafnaði tví- eða einhólfa, og þá minni, 15-20
x 3-4 μm. Fjallbreyskjan er fremur sjaldgæf nema hátt til
fjalla. Hún vex á klettum.
Þalsvörun: K+gul, C-,
KC-, P-.