Þalið hrúðurkennt, reitskipt,
þalreitirnir 0,3-0,6 mm í þvermál, þykkir eða lyftast upp af
undirlaginu og losna auðveldlega af, ljósgulbrúnir eða móleitir.
Askhirzlur eru dökk brúnar með ljósmóleitri, allþykkri þalrönd,
oftast lítið eitt kúptar, 0,3-0,6 mm í þvermál, lyfta sér hátt yfir
undirlagið og brotna auðveldlega af. Askar með átta gróum, gróin
brún, tvíhólfa, sporöskjulaga eða oddbaugótt, 13-16 x 6-8 μ.
Askþekja dökk brún, undirþekja glær. Rinodina gennarii vex mest á
klöppum, og þekur oft allstór, samfelld svæði.
Algengust er hún á sjávarklöppum ofan fjöru, en
finnst einnig lengra frá sjó. Hún er líklega mjög algeng og hefur
fundizt í öllum landshlutum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.