er ein af
algengustu skófum landsins og vex ætíð á fjöruklettum. Hún hefur
fremur slétt, smásprungið, kolsvart þal, og litar fjöruklettana að
jafnaði svarta rétt ofan fjöruborðs. Hún myndar oftast áberandi
svart belti innan um efsta þangið (dvergaþang) og þar fyrir ofan. Ef
vel er að gáð má oft greina smábólur á yfirborði hennar, en það eru
askhirzlurnar sem eru af pyttlugerð, en stútur þeirra þrengir sér
upp fyrir yfirborðið og myndar þessar bólur.
Fjörusverta á fjöruklettum
við Hvalfjörð vorið 1975.
Fjörusverta í fjörunni við Ögurnes,
Ísafjarðardjúpi 8. júlí 2013.