Þal setrílunnar er allþykkt, hrúðurkennt, vörtótt-bleðlótt,
dökk brúnt, þalvörtur ávalar, kúptar, 0,5-1,5 mm í þvermál.
Askhirzlur eru algengar, mjög þéttstæðar og samgrónar, svartar eða
svartbrúnar, randlausar og kúptar eða hálfkúlulaga, 0,4-0,8 mm í
þvermál. Gróin eru átta í hverjum aski, glær, 9-16 x 4-7 µm að
stærð, tvíhólfa, annað hólfið stærra en hitt. Askþekjan er dökk
brún, askbeðurinn nærri glær, brúnn eða með ólífugrænum blæ, 35-60
µm þykkur, undirþekjan brún til dökk brún. Setrílan vex á berum eða
mosagrónum jarðvegi, stundum yfir klöppum. Hún hefur aðeins fundizt
á Norðurlandi og hálendinu norðan Vatnajökuls.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Setríla á sethjöllum sem nú eru á botni Hálslóns innan við Kárahnjúka , myndin tekin 24. júlí 2002.
Setríla af sethjöllunum við Kárahnjúka. Þéttar þyrpingar af svörtum askhirzlum.