hefur blaðkennt þal með ljósgráum, mjóum (0,5-1 mm) bleðlum sem eru lauslega festir við undirlagið. Sumir bleðlaendar eru hjálmlaga og allt að 1,5-2 mm á breidd. Neðra borðið er hvítt, með áberandi rætlingum. Hraufur myndast neðan á bleðlaendum sem lyftast síðar upp og verða hjálmlaga. Askhirslur eru nokkuð algengar, disklaga, stuttstilkaðar, svartar með ljósgrárri þalrönd, 1-2 mm í þvermál. Gróin eru átta í aski, dökkbrún, tvíhólfa, þykkveggja.
Hjálmgráman vex á klettum, finnst hér og hvar meðfram ströndum landsins og annars staðar þar sem fuglar halda sig. Hún þekkist best frá öðrum grámum á hjálfkúlulaga, hjálmlaga bleðlum yfir hraufunum.