er runnkennd,
grágræn eða gulgræn flétta sem vex utan í klettum. Það er afar
sjaldgæfr á Íslandi, aðeins fundið á þrem stöðum á útskögum með
fuglabjörgum. Mest er af því í hraununum vestan á Snæfellsnesi.
Bjargstrýið hefur flatar, stinnar greinar sem oft eru meir eða
minna uppréttar, eða hanga niður. Það vex einkum á fremur
áburðarríkum klettum í nágrenni eða í fuglabjörgum. Það líkist
nokkuð klettastrýi enda af sömu ættkvísl, en er mun grófara og hefur
aðra efnasamsetningu.
Myndirnar af bjargstrýi
eru teknar utan í Brunnanúpi við Látrabjarg 17. júlí 2002.
Hér vaxa báðar tegundirnar saman, bjargstrý
(grófara) og klettastrý.