er hrúðurflétta sem
er afar sjaldgæf á Íslandi. Hún vex á jarðvegi og myndar krúsarlaga,
íhvolfar og strjálar askhirzlur, gulbrúnar að lit í miðju með hvítum
eða ljósum barmi. Í útliti minnir hún ofurlítið á bakkafleðu sem er
miklu algengari um land allt. Takkafleðan er aðeins þekkt frá þrem
stöðum á landinu, við Litla Meitil á Reykjanesi, við
Hengifossgljúfur á Fljótsdalshéraði og Arnardal á Brúaröræfum.
Takkafleða í
Arnardal á Brúaröræfum 15. ágúst 1993.