Hosuskófin hefur oftast
hosulaga, íhvolfa bleðla sem aðeins eru 0,5-1 sm í þvermál með
upprétta jaðra. Efra borð er grábrúnt eða brúnt, alsett brúnum, oft
útflöttum, kringlóttum snepum sem eru 0,1-0,5 mm í þvermál,
venjulega með loðnu út við jaðarinn. Neðra borð er brúnt, fölara út
við jaðarinn, með brúnum æðum og rætlingum. Askhirzlur hafa ekki
sést á hosuskóf hér á landi.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur.