er grá, runnkennd
flétta sem vex á blágrýti, einkum í hrauni. Hún er á meðal
fyrstu landnema í nýjum hraunum ásamt grámosanum, og nær fljótlega
að mynda nokkra gróðurþekju í hraununum ásamt honum. Þar sem rakt
úthafsloftslag er ríkjandi nær grámosinn fljótt yfirhöndinni og
þekur hraunin þykkri mosaþembu á kostnað hraunbreyskjunnar, en
lengra inni í landi og á landræna svæðinu norðan jökla má
hraunbreyskjan sín oft betur og nær þá stundum að þekja hraunin.