Þal reitsvertunnar
er hrúðurkennt, svart, ýmist matt eða vel gljáandi,
allþykkt og reglulega reitskipt, þalreitir flatir, aðeins kúptir á
mjög þykku þali, 0,3-1,5 mm í þvermál. Skjóður eru að mestu
niðurgrafnar í þalið, en svört, lítil,
gljáandi bóla stendur upp úr, veggir glærir nema
toppurinn svartur, um 0,2-0,3 mm í þvermál. Gróin eru átta í hverjum
aski, glær, einhólfa, sporbaugótt, 9-17 x 5,5-8 µm að stærð.
Reitsvertan vex á steinum og klettum í fjöru, nálægt efri
fjörumörkum innan um fjörusvertuna. Hún er algeng, einkum við
norður- og austurströndina.
Þalsvörun/span>:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar þekktar fléttusýrur.