Þal svarðflírunnar er hrúðurkennt, með
fínlega smávörtóttu eða kornkenndu yfirborði (um 0,1 mm), hvítt,
fremur þunnt, þekur oftast yfirborð sinu og mosagreina. Askhirzlur
eru svartar, í fyrstu flatar með þunnri rönd, verða síðan kúptar og
randlausar, 0,3-1 mm í þvermál. Gróin eru átta í aski, glær,
einhólfa, sporbaugótt, 11-17 x 4,5-8 μm. Askþekjan er blágræn eða
svargræn, botnþekja dökk brún. Svarðflíran vex á grónum jarðvegi,
oftast yfir sinu, mosa og öðrum dauðum plöntuhlutum. Hún er algeng á
miðhálendinu og á Norðausturlandi, sjaldgæf annars staðar.
Þalsvörun: K+ gul, C+
laxagul, KC-, P-.
Innihald: Óþekkt.