er hrúðurkennd flétta sem vex á mosavöxnum
jarðvegi. Þalið er gert af örsmáum bleðlum og
skálarlaga askhirzlum. Líkist í flestum atriðum
barmbryddu, og á því sama lýsingin við
þessa að því undanskildu, að hár eru áberandi á þalrönd
askhirzlunnar, og stundum einnig á þalbleðlunum. Askgróin eru einnig
nokkru styttri en á barmbryddu, eða breiðegglaga og 15-19 x 10-13 µm
að stærð.
Hærubryddan vex yfir mosa á
grónum jarðvegi. Hún er fremur sjaldgæf, en finnst dreifð um landið,
oft innan um barmbryddu.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur.