vex mest á klettum
eða steinum á veðurbörðum hæðum, bjargi eða fjallatoppum, einnig
yfir fléttum eða mosum, eða jafnvel á jörðu niðri þar sem vindasamt
er. Það vex mjög víða á norðurhelmingi landsins þar sem staðhættir
henta, en er fátítt sunnan jökla..
Þal jötunskeggsins er runnkennt, jarðlægt
eða hangandi, greinar oft 10-20 sm langar, sívalar, stofngreinar
ekki meir en 0,5-1 mm í þvermál, grennri greinar hárfínar.
Þalgreinar eru grænbrúnar, dökk ólífubrúnar eða svartleitar,
gljáandi, án raufa en örfáar hraufur oftast til staðar, hvítleitar
eða dökkgráar, oftast tvöfalt eða þrefalt breiðari en þalgreinin sem
þær sitja á. Askhirzlur eru óþekktar hér á landi. Þalsvörun:
K-, C-, KC-, hraufurnar P+ rauðgular eða rauðar. Innihald:
Fumarprotocetrarsýra.