er hrúðurkennd flétta, þalið er áberandi reitskipt-vörtótt,
mjólkurhvítt eða ljósgrágrænt á litinn, hér og hvar með upphleyptar
hraufur sem í fyrstu eru aðskildar en geta síðar runnið meir eða
minna saman í eitt. Hnyðlur eru til staðar, misgreinilegar,
grábleikar eða gulbrúnar. Askhirzlur vantar stundum, þær eru 0,5-1 mm í þvermál, minna í
fyrstu á skjóður, en breiða meira úr sér við þroskun. Vörtunípan er
fremur sjaldséð, vex á basalti einkum við strendur landsins.
Báðar myndirnar af vörtunípu eru teknar af sýni frá Hvalnesi við
Stöðvarfjörð.
Hér sést vörtunípan í meira návígi, svo sjá má ungar askhirzlur.