Þal stallapírunnar
er hreistrað, gert af smábleðlum sem eru 2-7 mm í þvermál, jaðrar
útréttir eða uppsveigðir, yfirborðið slétt og oft gljáandi,
rauðbrúnt eða ljósbrúnt á litinn, jaðrarnir ofurlítið laufskertir og
dekkri á litinn, neðra borð dökk brúnt eða nær svart, loðið af dökk
brúnum sveppþráðum. Skjóðurnar mynda dökk brúna, bólulaga punkta á
yfirborðinu, að mestu leyti niðurgrafnar. Í þverskurð eru skjóðurnar
1,7-3,5 mm, veggir glærir. Gróin eru átta í aski, glær, einhólfa,
sporbaugótt, 13-16 x 7-9,5 µm að stærð.
Stallapíran vex á berum jarðvegi, oft yfir klettastöllum. Hún er
algeng um allt land, nema sjaldgæfari á Miðhálendinu.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar þekktar fléttusýrur.
Stallapíra frá Egilsstaðaklettum 9. júlí 2012. Með stækkun má greina skjóðurnar á yfirborði bleðlanna.