hefur hrúðurkennt, gráleitt eða ljósleitt þal sem er lítt áberandi. Oft má greina grásvart eða svart forþal á milli þalreitanna. Askhirslurnar eru örsmáar, grábrúnar eða brúnsvartar með þunnri, dökkri eða ljósgrábrúnni þalrönd. Askgróin eru átta í hverjum aski, nær hnöttótt, einhólfa og glær. Kvistatargan vex á jarðlægum kvistum ýmissa víðirunna, fjalldrapa eða jarðlægra lyngtegunda. Hún er algeng á hálendinu og á Norðausturlandi, en veitir sjaldan athygli.