Þalið er hrúðurkennt, ljósgrátt eða blágrátt, reitskipt. Þalreitir
eru 0,5-1,5 mm í þvermál, flastir, þeir sem bera skhirslur eru
kúptir og rísa hærra upp. Askhirslur eru svartar eða lítið eitt
hrímaðar, niðurgrafnar eða í hæð við þalið, með hvítri þalrönd, ein
til fjórar á hverjum þalreit. Grávörtuskánin vex á klettum og minnir
í útliti á sumar tegundir skorpna (Aspicilia). Hún hefur fundist hér
og hvar á Suður- og Vesturlandi, en lítið er vitað um útbreiðslu
hennar annars staðar.
Grávörtuskán á sýni frá Klafastöðum á Hvalfjarðarströnd