Jarðhreistrur
grjónabikarsins eru fremur smáar eða miðlungi stórar (1-3 x 2-7 mm),
láréttar eða meir eða minna uppréttar, grágrænar eða brúngrænar að
ofan en hvitar neðan. Uppréttar þalgreinar um 7-14 mm háar með
nokkuð víðum (3-12 mm) bikar sem stundum myndar greinar á börmunum,
að innan eru þeir grófvörtóttir eða með grófum þalflögum sem eru
0,1-1 mm í þvermál. Þessar þalflögur losna stundum af, og skilja
eftir barkarlaust, dökkt yfirborð. Askhirzlur fremur sjaldséðar,
dökkbrúnar, standa á stilkum á bikarbörmunum, oft eru þar einnig
dökk brúnar eða svartar pyttlur. Askar með átta gróum, gróin glær,
einhólfa.
Grjónabikar er nokkuð
algengur um allt land, þó mun fátíðari en álfabikar og torfubikar.
Hann líkist þessum tegundum nokkuð, hefur þó stærri og stilkstyttri
bikara þegar þeir hafa náð fullum þroska, og bikarinn hefur mjög
grófar barkflögur að innan. Ungir bikarar eru hins vegar minni og
fínkornóttari, og líkjast meira álfabikar.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P+ rauðgul.
Innihald:
Fumarprótocetrarsýra.
Grjónabikar í Stafafelli í Lóni þann 20. ágúst árið 1990.
Grjónabikar við Klyppstað í Loðmundarfirði 20. júlí 2013.
Grjónabikar í návígi, einnig á Klyppstað.