er blaðkennd flétta með blaðkennt þal sem drekkur í sig vatn og er
hlaupkennt í vætu. Bleðlarnir eru svartir eða grænsvartir, skertir í
jaðarinn, 0,5-2 mm breiðir. Jaðarinn er þykkur og bleðlar bólgnir í
endann. Askhirslur eru algengar, 1-3 mm í þvermál, brúnar, lítið
eitt íhvolfar eða flatar, þalrönd slétt og ótennt. Askarnir hafa
átta, oftast fjórhólfa gró.
Jarðslembran vex oftast á mosa grónum jarðvegi eða mold. Hún er
allalgeng og nokkuð dreifð um landið.
Jarðslembra frá Skógarnesi í Miklholtshreppi.
Jarðslembra með askhirslum á sýni frá Barkarstöðum í Fljótshlíð