Þal viðarflírunnar er hrúðurkennt,
ljósgrátt eða grágrænt, stundum reitskipt, reitirnir eru 0,5-1 mm í
þvermál, yfirborðið smávörtótt (0,1-0,2 mm). Stundum er þalið mjög
þunnt og nánast ekki sýnilegt á yfirborði viðarins. Askhirzlur eru
ætíð margar, svartar, disklaga, með svartri, oft gljáandi eiginrönd,
0,4-0,8 (1) mm í þvermál, ýmist dreifðar eða þétt saman, og þá
stundum hornóttar í útlínum. Askar með átta, tvíraða gróum, gróin
10-15 x 5-7 μm, glær, einhólfa, sporöskjulaga. Askþekjan er blágræn,
botnþekjan brún eða rauðbrún. Viðarflíran vex mjög oft á unnum viði
sem lengi hefur legið úti, eða á berki ýmissa trjáa.
Hún er oft meðal landnema á ungum trjám ásamt
viðardoppunni. Líklega algeng um allt land.
Þalsvörun: K- eða +
veikt gul, C+ rauðgul, KC-, P-.
Innihald: Artothelin,
granulosin