Þal klettakræðunnar er
runnkennt, greining tví- til þríklofa. Greinar eru uppréttar, mjög
stinnar, útflattar, um 1 mm breiðar neðst en ¼ mm í oddinn, svartar
eða svartbrúnar, skipa sér saman í flöt. Yfirborð greinanna er
slétt, venjulega gljáandi. Askhirzlur eru mjög algengar, hliðstæðar
í láréttri stöðu á enda aftursveigðra greina, svo þær virðast
endastæðar, svartar, disklaga og lítið eitt kúptar,1-3 mm í þvermál.
Askgró eru átta í hverjum aski, glær, sporbaugótt.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engin efni sjáanleg í TLC.