Þal fjörukregðunnar er
runnkennt, myndar litla, svarta eða dökk ólífugrænleita, 2-3 mm
þykka púða á klettum. Greinarnar eru sívalar, 0,05-0,25 mm þykkar,
venjulega uppréttar í miðju en með lárétta, lítið eitt útflatta
jaðarbleðla. Miðjugreinar eru oft með pyttlum eða askhirzlum í
toppinn. Askhirzlur eru hnöttóttar, mynda litlar kúlur á greinendum,
0,3-0,4 mm í þvermál, samlitar þalinu nema oft með ljósari dæld í
miðju. Askar hafa venjulega átta gró, sjaldan 4-6, gróin 18-20 x
11-14 míkron, þykkveggja, glær og einhólfa. Fjörukregðan vex
eingöngu á fjöruklettum. Hún er algeng við Suður- og Vesturströndina
frá Stokkseyri norður á Vatnsnes. Einnig fundin við sunnanverða
Austfirði, en ekki við Norðurströndina.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur
þekktar.