myndar grábrúnt eða gráleitt, hrúðurkennt, allþykkt og reitskipt
þal. Þalreitirnir eru um 0,5-1,5 mm í þvermál, verða sumir að kúptum
vörtum þegar askhirslur myndast á þeim. Askhirslurnar eru svartar
skjóður sem standa upp úr þalinu, þaktar gráum þalhjúp að
neðanverðu. Askgróin eru átta í hverjum aski, glær eða ljósbrún,
múrhólfa, sporbaugótt, með fjórum til sex langveggjum. Kragastrympan
vex á móbergi eða á jarðvegi yfir móbergi og finnst víða um landið,
einkum á sunnanverðu hálendinu.
Kragastrympa við hlið skeljaskófar á sýni frá Skálabjörgum í
Esjufjöllum
Kragastrympa við hlið skeljaskófar á sýni frá Skálabjörgum í
Esjufjöllum