Jarðhreistrur sjást aðeins á
ungum strandkrókum, 1-2 mm breiðar, hvítar neðan en grænar eða
grágrænar ofan. Þalgreinar vaxa út frá efra borði jarðhreistranna,
oftast 2-6 sm langar og 0,3-1 mm breiðar, ljós grágrænar á litinn,
stundum með aðeins bleikleitum blæ, oftast brúnar í endann. Yfirborð
þalgreinanna er slétt eða smávörtótt, oft með einstöku hreistrum
neðan til sem geta horfið með aldrinum. Þalgreinar marggreindar,
mest með tvískiptum greinum, sjaldnar þrískiptum, greinaxlir margar
opnar. Askhirzlur eru endastæðar á greinendum, dökk brúnar, 0,2-0,4
mm í þvermál, kúptar. Pyttlur eru einnig á greinendunum, dökk
brúnar, egglaga.
Þalsvörun:
K+ gul (bæði þalgreinar og neðra borð jarðhreistra), C-, KC-, P-.
Innihald:
Atranórin, rangiforminsýra, norrangiforminsýra.