er örsmá hrúðurflétta sem oftast vex á
steinvölum á melum. Þalið er örþunnt, litlítið líkt og
óhreinindablettir á steininum, gulgrátt eða grábrúnt, fínlega
reitskipt með örsmáum (0,1-0,3 mm), svörtum askhirzlum sem eru í hæð
við þalið eða rísa ofurlítið upp frá því. Í þversniði undir smásjá
sést að litur askhirzlanna er í raun dökkblár eða blágrænn. Blámara
er a.m.k. algeng um hálendið sunnanvert, hugsanlega miklu víðar.
Myndin af blámöru er
tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri 2. des. 2005 af
sýni sem tekið var í Eyvafeni við Þjórsá.