Hrúðurflétta með ógreinilegt þal, oftast kornkennt, rauðbrúnt á
litinn, en stórar (2-3mm) og áberandi disklaga askhirzlur,
dökkbrúnar eða rauðbrúnar á litinn. Algeng þar sem gróið er á
hálendinu, og einnig á láglendi á Vesturlandi og Austfjörðum þar sem
klettar og fjalllendi er við ströndina. Vex að jafnaði á mosum, á
láglendi einkum á klettamosum eins og holtasóta og fleiri tegundum,
en á hálendinu fremur á jarðvegsmosum eins og móasigð í dældum eða
á rústum.
Mosakringla í Nýjadal
við Tungnafellsjökul.
Mosakringla á
rústakollum í Múlaveri. Báðar myndirnar eru teknar á
Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri.