Þal glitskófarinnar er oft nokkuð stórt (15-20 sm), bleðlar 1-1,5 mm breiðir, jaðar oftast nokkuð hrokkinn. Efra borðið er grábrúnt eða brúnt í þurrki, blágrænt í vætu, spegilgljáandi og slétt. Neðra borð er með skýrum, dökk brúnum eða nær svörtum æðum með hvítum millibilum, æðanetið nær alveg út á jaðar en er þar ljósara og þéttara. Rætlingar eru oftast brúskkenndir, brúnir, allt að 5 mm á lengd. Askhirzlur algengar, söðullaga á uppréttum bleðlum, ljós- eða dökkbrúnar. Askgróin 50-65 mikron á lengd og 2,5-5 mikron á breidd, glær, íbogin, fjórhólfa.
Glitskófin er mest á
láglendi, en nær oft upp í 700 m hæð. Hún vex einkum í
mólendi og kjarri.
Innihald:
Tenuiorin, methylgýrófórat, gýrófórinsýra og peltidactylin.
Glitskóf í mólendi í Yztuvíkurhólum á Svalbarðsströnd 15. júní 2010.
Hér sjáum við æðanetið á neðra borði glitskófarinnar.