finnst nær eingöngu
á freðmýrum hálendisins, vex á mosa í grónum flám.
Svo virðist sem sveppþræðir
þessarar fléttu vaxi yfir eða eftir lifandi eða dauðum, jarðlægum
mosagreinum, en þalið myndast síðan sem örsmáar dökkbrúnar, gljáandi
vörtur um 0,1 mm í þvermál á mosagreinunum. Oft verða þessar vörtur
síðar það þéttar, að þær mynda meir eða minna samhangandi þal, þótt
víðast glytti í mosann á milli. Form fléttunar ræðst hins vegar
alfarið af mosagreinum sem hún klæðir að utan. Fléttan myndar
fljótlega flatar, skífulaga askhirslur, dökk rauðbrúnar á litinn í
þurru veðri, en túttna út í vætu og verða þá kúptar og fagurbrúnar
eða rauðgular á litinn. Þær verða um 1-1,5 mm í þvermál. Fléttan vex
einkum á mosagrónum jarðvegi uppi á rústakollum, eða myndar
grásvarta flekki yfir mosabreiðum á flatlendi. Einkum fylgir hún
mosanum móasigð (Sanionia uncinata). Gró
þessarar fléttu eru glær, einhólfa og sporöskjulaga.
Myndin af freðsnepju er
tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri af sýni sem safnað
var á Brúaröræfum gegnt Kringilsárrana 11. ágúst árið 2000.